Harmsögur ævi minnar

14.4.05

Yndislegt! Anna talaði við Subba og benti honum á að hann hefði hvergi þurrkað af... Subbi steinhissa: "Haaa? Þurrka af hverju?",
Anna: "Nú, það þarf að þurrka rykið af öllu sameiginlega plássinu, t.d. hillunum inni í eldhúsi, öllum hurðum, sjónvarpinu og bara öllu!"
Subbi: "Það sagði mér það enginn... eru komnar nýjar reglur eða e-ð?!"
Anna: "Nei, þetta hefur alltaf verið svona, segir sig eiginlega sjálft að þetta sé innifalið í því að þrífa íbúðina..."
Subbi: "Ja hérna, og hvah, með hverju á ég að gera þetta?"
Anna: "Hmmm.... tusku?"
Subbi: "Já þú meinar..."