Ég spyr bara enn og aftur: Why does god hate me?
Fór í hausaskanna í gær (sem Guffi vill meina að heiti sneiðmyndataka) og kellingarnar sprautuðu í mig e-u skuggaefni sem ég veit svosem engin frekari deili á, en er víst nauðsynlegt til að e-ð sjáist á slíkri heilamynd.
Nú, líður svo og bíður, ég bara heim að læra og allt í gúddí, nema hvað að seinni partinn byrjar mig að klæja alls staðar og húð mín verður rauð sem sólbrennd væri.
Ekki nennti ég að hafa miklar áhyggjur af þessu og fór bara í rúmið. Svaf vægast sagt illa þar sem mig klæjaði út um allt og var... já, bara í tómu fokki eins og maður segir á hinu ástkæra ylhýra.
Ég vaknaði svo í morgun og leið ekkert betur. Leit í spegil og HÓLÍMÓLÍ! Andlitið á mér var eins og fokking of-uppblásin 17. júní-blaðra. Ég var eldrauð í framan, eftir því sem ég sá best, sá reyndar ekki mikið út því augun á mér voru grafin inni í bólgunni. Hriiiikalegt.
Momms fór með mig á spítala og lá ég þar í allan dag með stera og andhistamín í æð. Er víst með ofnæmi fyrir e-u, líklega þessu skuggaefni djöfulsins. Frábært. Ætlaði svo að læra aðeins en varð e-ð fokkt opp í hausnum af þessu rusli að það varð fátt um fína drætti.
Svo ég spyr aftur: Why does god hate me? Hefði þetta t.d. ekki getað komið fyrir EFTIR próf? Andskotans vesen, nú fer ég að verða stressuð...
P.s. Ég tók mynd af mér í morgun og gæti svosem sett hana inn á bloggið. En over my dead body. Aaaaldrei.
<< Home