Harmsögur ævi minnar

28.4.05

Jæja eitt próf búið... gekk la-la. Ekki alveg nógu frábærlega. En það er svona.

Annars allt ágætt að frétta af fésinu á mér. Öll bólga horfin og allt. Ég er reyndar orðin geðveikt skrýtin í húðinni af þessu steraveseni sem ég er að taka og lít út eins og sækóinn í "There's something about Mary". Af tvennu illu... jæja, það er sjálfsagt skárra að vera með nokkra rauða flekki í andlitinu heldur en haus á stærð við Perluna. Nú fer lyfjakúrnum senn að ljúka og býst ég þá fastlega við því að snúa aftur til míns fagra sjálfs. Aðeins þybbnara sjálfs kannski, sökum mikillar sælgætisneyslu, en það má hlaupa það af sér á ströndinni í sumar.

Svo vil ég kvarta yfir því að Batchelor og Desperate housewifes séu næstum því á sama tíma í kvöld. Það er ekki hægt!