Harmsögur ævi minnar

30.4.05

Ég gat ekki sofnað í gær því ég var svo viss um að ég myndi fá hjartaáfall í svefni og deyja. Þær áhyggjur reyndust ekki á rökum reistar. Greinilega. Líkaminn hefur bara ekki þolað sykurinn og óhollustuna úr 12 rískubbum og stórum snakkpoka og verið að reyna að hreinsa sig með miklu hjartapumpi.

En anyway, þessar dauðans áhyggjur fengu mig aðeins til að spá hvort maður ætti að láta einhvern hafa lykilorðið á bloggið. Svona ef maður skyldi hrökkva uppaf. Er ekki krípí ef maður deyr og bloggið manns verður um aldur og eilífð óhreyft á netinu? Bara frosið á síðustu færslu. Mér fyndist það svolítið óhugnarlegt. Já ég kannski geri þetta... maður veit aldrei.