Harmsögur ævi minnar

8.5.05

Eitt próf eftir eitt próf eftir eitt próf eftir.

Skellti mér í öl og læti á föstudaginn með Glókolli. Við dönsuðum (og drukkum) frá okkur allt vit. Lentum í slaxmálum og allt, uss uss uss.

Hef ákveðið að skrallast ekki meir þangað til ég fer út aftur, bara leigubíllinn inn í Hafnarfjörð kostaði rúmar 2000 krónur takk fyrir, og þá er ótalinn brennivínspeningur og fleira vesen. Ég hef ekkert efni á þessu. Eins gott að það var ógeðslega gaman hjá okkur.

Svo vil ég biðja fólk að hætta að gera grín að gula hárinu mínu. Ég er ekki að fara að eyða tíuþúsundkalli í strípur svo þið verðið bara að læra að lifa með þessu. Doesn't bother me.