Ég komst að því að ég verð að þvo mér í framan og tannbursta mig um leið og ég kem heim á daginn. Annars koðna ég niður í stofusófanum og hef hvorki getu né rænu á því að drulla mér í rúmið fyrr en öll dagskrá er búin í sjónvarpinu. Það vex mér nefnilega svo í augum að þurfa að fara á klósettið og tannbursta og rugl.
Í gær t.d. rankaði ég við mér um 3-leytið. Þá var ég lekin á milli púðanna í sófanum og nennti náttúrulega ekkert að standa í neinu veseni. Svo vaknaði ég eins og pandabjörn í morgun. Helvítis maskari. Helvítis leti. Helvítis líf.
<< Home