Harmsögur ævi minnar

23.5.05

Boris vann ekki, mér til mikilla vonbrigði. Helvítis pakk.

Annars var tekið á því um helgina, mikið dansað og drukkið. Kannski fullmikið af því góða, ég er þreytt ennþá en það var viðbjóðslega gaman. Skrýtið og skemmtilegt. Engin slaxmál sem betur fer... maður fer nú alveg að verða of gamall fyrir svona villtar nætur.

Fór í ofnæmispróf og er einmitt með ofnæmi fyrir... jú rykmaurum! Stupid poetic justice. Þeir þrífast þó ekki á klakanum (eins og hefur áður komið fram hérna...) en svona rakabæli eins og Sardinía er víst kjörstaður fyrir alls konar svona ógeð. Þá er nú komin skýringin á því af hverju ég fékk aldrei ofnæmi á Íslandi.

En lítið er nú hægt að gera við blessuðum skepnunum, nema læra að lifa með þeim og taka ofnæmistöflur. Maður sefur a.m.k. ekki einn, nei nei nei, þetta skríður á mér í milljónatali þegar ég er uppi í rúmi. Svo verpa þeir í koddann minn og ég tek hann með mér til Íslands og reyni að koma þeim á legg eins og góð mamma.