Uss, nú verð ég á skrifstofunni hennar mömmu bara í dag og á morgun og svo er ég farin aftur. Það verður ágætt að komast í sól og sjó. Í gamla daga voru allir heilsulausir sendir til Suður-Evrópu til hressingar. Muniði ekki eftir kallinum hennar þarna í Brúðuheimilinu? Hann náði nú aldeilis bata.
Annars var stuð um helgina. Tsjill á föstudaginn heima hjá Glókolli í ástarsorg og svo tsjill með sama kolli og bjórmálaráðherra kvöldið eftir. Tókum lýðræðið á þetta í mússíkinni og skiptumst á að velja lög. Alltaf sami hringurinn og það mátti ekki svindla. Og það mátti ekki skipta út laginu manns ef maður fór á klóið. Þetta var frábært sístem. Annars er ég nú hætt að vera tónlistarfasisti og einoka græjurnar í partýjum. Maður er orðinn svo líbó svona í seinni tíð og eftir að hafa vanist á ruslið sem er spilað úti alls staðar get ég sætt mig við nánast hvað sem er.
Auk þess er ég hálfpartinn dottin út úr þessu öllu saman og veit ekkert hvað er hipp og kúl þessa dagana.
Önnur tíðindi eru þau að ég eldaði lasagne á laugardaginn og held svei mér þá að ég hafi toppað sjálfa mig. Það var hrikalega gott. Hógvær, ég veit.
<< Home