Harmsögur ævi minnar

8.2.06

Ég gat ekki sofnað í nótt því ég var svo mikið að spá í hvernig skóm ég ætti að vera í þegar ég gifti mig. Ég sé sjaldan fallega hvíta skó og var kannski helst að spá í bleika eða eitthvað slíkt. Þeir verða a.m.k. að vera háhælaðir og opnir. Og bleikir... eða kannski gulllitaðir bara?

Og ef ykkur finnst þessar pælingar helst til snemma á ferðinni þar sem ég er einstæðingur mikill þá er það ekki rétt. Þegar (tjah eða ef) stóri dagurinn rennur upp verður um nóg að hugsa og ég þarf þá ekki að hafa áhyggjur af þessu í ofanálag. Þið hlæjið að mér núna en sá hlær best sem síðast hlær. Þ.e.a.s. ég, stresslaus og í góðum fíling í brúðkaupsundirbúningnum.