Harmsögur ævi minnar

7.2.06

Á sunnudagskvöldið reif ég loftnetssnúruna úr sjónvarpinu og henti henni inn í geymslu. Það var eftir að ég var búin að horfa á lokaþáttinn af Judging Amy í þriðja skiptið. Hann var ekki góður í fyrsta skiptið.

Í gærkvöldi þurfti ég svo að snúa aftur í geymsluna með skömmustusvip. Ég get nefnilega ekki misst af Lost. Djöfull eru Lost góðir þættir.

Lost, gott. Judging Amy, vont. Bara spurning um að velja og hafna, ekkert flóknara en það. Ég hef bara því miður enga sjálfstjórn þegar kemur að sjónvarpsglápi.