Harmsögur ævi minnar

19.3.06

Er að reyna að troða í mig efni morgundagsins í hinu stórkostlega lit. theory námskeiði. Ég skil ekki af hverju ég þarf alltaf að lesa fyrir tíma nóttina áður, ég sko búin að hafa nægan tíma í vikunni. Svona er maður agalaus og ægilegur.

Og svo er alltaf skemmtileg sjónvarpsdagskrá lengi lengi á sunnudögum. Það, plús lestrarleysið, er kannski ástæða þess að ég er ekki búin að mæta í áðurnefnt lit. theory námskeið í háa herrans tíð. Svona er lífið. Ég skil heldur ekki hvernig nokkrum heilvita manni datt í hug að klína þessu á mánudagsmorgna kl. 8. Alveg glatað. Og ó, hvað ég get endalaust vælt yfir því. Það á að stofna háskóla fyrir B-manneskjur á þessu landi.