Það gekk vonum framar að fara ekki út á lífið í gær. Eða þannig.
Helstu afrek:
Skarst illa á hendi við uppvask í ókunnugu húsi í vesturbænum.
Eyddi ekki krónu, nema í pulsu á leiðinni heim.
Át sömu pulsu á bekknum á Lækjartorgi í rólegheitunum meðan einhver sólbrún Pravda gella ældi lungum og lifur við hliðina á mér.
Gerði marga snjóengla.
Datt ekki í stiganum á 11.
Ágætis kvöld alveg. En ég er með ógeðslegt samviskubit yfir lærdómsleysi. Hvort ætti ég að hætta að drekka eða reykja? Bæði? Helvítis pöbbkviss, sem sogar sakleysingja eins og mig inn í stórhættulega undirheima Reykjavíkurborgar. Sukk og svínarí. Ég ætla aldrei aftur á pöbbkviss.
<< Home