Harmsögur ævi minnar

11.3.06

Já, gleymdi... ég fór í passamyndakassa dauðans í gær... oj hvað ég hata passamyndakassa eins og pestina. Náði þó loksins að fullkomna lúkkið sem ég er búin að vera að vinna í, moron slash geðsjúkur morðingi. Þetta eru fokkljótar myndir maður. Það verður algjörlega þeim að kenna ef ég kemst ekki inn í neina skóla. Og þá sný ég aftur með hafnaboltakylfu og sýni kassanum hvar Davíð keypti ölið. Helvítis passamyndakassar með skæting alltaf hreint.