Harmsögur ævi minnar

20.4.06

AAAAAARRRRGGGHHH!!! Getur einhver komið til mín og rifið helvítis lappann úr kjöltunni á mér? Og hent þessu viðbjóðslega sjónvarpi fram af svölunum! Ég er svo haugalöt að ég get ekki einu sinni horft á sjálfa mig í spegli. Hvað í fjandanum er ég að hugsa? Það er ekki eðlilegt að skoða sömu bloggsíðurnar 15 sinnum á dag. Og ég þarf EKKI að skoða tölvupóstinn minn á kortérs fresti. Andskotans aumingjaskapur að þurfa alltaf að vera með allt á síðustu stundu. En á morgun... jamm, föstudagur, need I say more?

Þangað til ég vakna á laugardaginn með fimmfalt samviskubit. En það er seinni tíma vandamál. Sweet Oblivion.

Og já það minnir mig á það að ég ætti að búa til playlista og fara með til Sindra á morgun. Hann og hans ömurlega epillu-ambíent-tónlist.