Ég neyddist til að fara í apótekið áðan til að kaupa íbúfen. Ég get ekki setið við tölvuna lengur út af vöðvabólgu og verð að liggja flöt með tölvuna ofan á brjóstunum. Vonandi laga pillurnar eitthvað. Ekki það að ég sé voða mikið að læra, ég er nú bara mest að skoða blogg og gúggla rusl. En maður vill ekki missa af neinu.
Rosalega er samt mikið til að sniðugu dóti í apótekinu. Ég er að spara svo ég keypti bara verkjapillur, andlitskrem og handáburð, en ég hefði líka viljað kaupa ilmvatn, riiiisastóran prótínduftstauk (er fólk að kaupa þetta í alvöru?), fullorðinsbleiur, jarðarberjasleipiefni, einnota plasttöng og hárlit.
Já og smá celeb-spotting. Ég og Sindri vorum í bíltúr um daginn og haldiði að við höfum ekki séð hann Umahro úr heilsuþáttunum á Skjá einum. Eða við héldum það, svo var þetta reyndar ekki hann.
<< Home