Það hentar mér alls ekki að vera í 9-5 vinnu, ég er alveg búin að sjá það. Bara 5 dagar búnir og ég er uppgefin á líkama og sál af allri þessari reglu. Kem engu í verk þegar ég kem heim og er alveg kolómöguleg bara. Ég vil líka geta sofið út þegar ég vil og elda á nóttunni þegar ég er svöng. Og leggja mig eftir hádegismat.
Annars er ágætt að vera þjónustufulltrúi... sérstaklega af því að ég er mest að fylgjast með eins og er. Samstarfsfélagi minn píndi mig reyndar til að afgreiða nokkra kúnna í dag og ég sat stjörf af ótta við það að fólkið yrði með eitthvað vesen. Gekk allt á endanum en á morgun lendi ég í veseni... ég er viss um það.
Svo er spurning með helgina, ég er alveg að jafna mig eftir sunnudagskvöldið og verð væntanlega tilbúin í slaginn von bráðar. Vá hvað ég á aldrei eftir að líta Röyksopp sömu augum aftur.
<< Home