Harmsögur ævi minnar

29.5.06

Auglýsing


Mig vantar myndarlegan mann til að fara með mér í rómantíska vikuferð til Feneyja eða Rómar. Ekki er æskilegt að áframhaldandi samband eigi sér stað eftir að ferð lýkur. Bezt væri ef viðkomandi gæti greitt fyrir ferðina en ég yrði þó reiðubúin að leggja einhvern pening í ævintýrið. Viðkomandi verður að vera hress, kærulaus og skemmtanaglaður og má alls ekki pína mig til að hanga á hundleiðinlegum söfnum allan daginn. Hann verður hins vegar að vera reiðubúinn að eyða talsverðum tíma í bókabúðum, á veitingastöðum og útikaffihúsum.

Takk fyrir.