Harmsögur ævi minnar

24.5.06

Komin á blaðsíðu 14 og finnst ég hreinlega verðskulda bjór! Svo er ég með appendixa dauðans þannig að ritgerðin verður gasilljón blaðsíður. Ætli fólk viti að það kostar marga þúsundkalla að láta prenta þessa skratta? Ég þurfti að borga þúsara fyrir stykkið af ítölskuritgerðinni sem var örugglega stysta BA ritgerð í sögu HÍ. Það var varla hægt að líma á henni kjölinn því hún var svo þunn. Þetta verður nú eitthvað annað.