Kvöldið í gær byrjaði vel með snilldarpartýi hjá Glókolli. Svo var stefnan tekin á 22 en það var vibbaröð svo við fórum á 11. Það var fínt framan af en gamanið súrnaði all svakalega undir lokin þegar einhver kúkur stal töskunni minni. Hún hékk á stólnum fyrir aftan mig og var allt í einu horfin. Það var ógeðslega gaman að bíða þangað til staðurinn lokaði til að geta leitað í bjórblautum skúmaskotum að helvítis töskunni. Og bíða svo fyrir utan í skítakulda með vafasömu liði skoðandi hvort fólk væri nokkuð með mína tösku. Sem innihélt peningaveskið mitt með öllu í, lyklana mína, gemsann, snyrtiveskið og háhæluðu gullskóna mína. Ég fékk að gista á sófanum hjá Glókolli og þurfti svo hringja og láta loka öllum kortum og punga út 4000 kalli fyrir lyklagaur sem hleypti mér inn til mín áðan. Eða Glókollur þurfti að punga út öllu heldur því ég var náttúrulega ekki með neinn pening. Svo var hringt í gemsa Glókolls frá vísa þar sem kortin mín höfðu fundist á einhverju gistiheimili. Ég hringdi þangað og þá höfðu einhverjir gaurar komið með töskuna mína. Það vantar víst skóna, gemsann og snyrtibudduna í hana, en seðlaveskið og lyklarnir eru í henni, sem er þó eitthvað. Væntanlega engir peningar, en það var nú ekki nema þúsari í veskinu sem betur fer. Ég skýst á eftir og næ í þetta.
En ég spyr bara, hvað er að fólki? Þessu var stolið nánast fyrir framan nefið á mér! Þvílík ósvífni í þessu liði. Ég vona bara að þeir geti notað rauða varalitinn minn og glænýja rándýra maskarann og baugahyljarann sem ég keypti á föstudaginn. Kræst hvað fólk er vangefið. Ég er ekkert reið einu sinni, bara ógeðslega sár yfir því að fólk skuli gera svona nokkuð. Aldrei dytti mér það í hug og þess vegna hef ég aldrei verið neitt stressuð yfir þessu. Skammist ykkar bara, þetta var ömurlegt.
<< Home