Harmsögur ævi minnar

16.5.06

Ég man ekki hvenær ég fór síðast í búð... sennilega um páskana. Ég er líka orðin smá leið á pasta og Sóma langlokum. Og eggjum og bökuðum baunum og túnfiski úr dós. Já nú stend ég upp og fer í Bónus, ekki spurning. Ég var líka að panta mér nýtt debetkort með yfirdrætti í öðrum banka svo ég er í súpergóðum málum. Þriðji debbinn með yfirdrætti, geri aðrir betur. Og svo er ég að fara að vinna í banka í sumar eins og ekkert sé sjálfsagðara. Fokk. Og talandi um það, þá er strax búið að bjóða mér á eitthvað starfsmannadjamm á föstudaginn. Ég er náttúrulega himinsæl með það. Og svo júróvísjönpartý hjá Glók... hjá Bjössa í Dúfnahólum 10 á laugardaginn. Þess vegna verð ég að klára ritgerð. Komaaasssooo.