Harmsögur ævi minnar

12.5.06

Sofnaði yfir skólabókunum áðan og dreymdi þvílíkt rugl. Var m.a. að þvælast upp að Jökulsárlóni að taka myndir og tala ítölsku við Krillu í sambandi við kvöldið. Þetta var allt fáránlegt. Krilla, talarðu kannski ítölsku?

Vaknaði svo við lætin á leikskólanum fyrir neðan mig. Fóstrurnar eru farnar að taka upp á þeim ósið að spila tónlist fyrir börnin meðan þau leika sér úti. En þetta er engin venjuleg tónlist heldur eitthvað viðbjóðslegt austur-evrópskt teknóhelvíti með strumparöddum. Börnin umturnast náttúrulega við þessi óhljóð og í hlaupa um garðinn í eyðileggingarhug eins og kakkalakkar á spítti. Öskrandi og snarvitlaus, sei sei já.

Verð að fara, þarf að aflita á mér hárið, fara í hlýrabol og dansa á svölunum með sjálflýsandi plaststauk í hendi.