Harmsögur ævi minnar

10.5.06

Eins og mér var orðið drullusama um ítalskan viðtengingarhátt í lok þeirrar ritgerðar, er mér líka orðið nokk sama núna hvort orðin í textanum sem ég er með koma úr norsku, latínu eða frönsku. Og hvað þá hvenær þau urðu hluti af ensku tungumáli. Glansinn er oft svo fljótur að fara af hlutunum þegar maður þarf að demba sér í þá af fullum krafti. Og þá sérstaklega þegar maður er í kapphlaupi við tímann.