Harmsögur ævi minnar

9.5.06

Geeeeisp, hvað ég er orðin þreytt á tölvuskjánum. Ég og Sindri fórum í bíltúr áðan. Við erum farin að taka laugara á hverjum degi eins og verstu landsbyggðarplebbar. En maður verður nú að fá ferskt loft.

Ýsa og kartöflur í pottinum, ekki saman þó. Verst að bæði smjörið og tómatsósan er að verða búið. Ég borða eiginlega tómatsósu með öllu þannig að þetta er hið versta mál. Eftir mat er svo bara kaffi, kex, sígó og tölvan áfram. Djöfull er þetta fúlt og leiðinlegt.

Ég fékk tölvupóst áðan frá Fimmunni (sem ég vinn aldrei neitt í, prump dauðans). Fyrirsögnin var: Langar þér frítt í bíó? Þér? Heimur versnandi fer. Og nú man ég eftir því að Málfarsfasistarnir ehf. hafa enn ekki haldið sinn fyrsta fund. Ætli ég og doktorinn verðum ekki bara að stofna Edinborgarútibú í haust? Þá verður nú fyrst kátt í höllinni þegar nördarnir tveir geta besservissað um málfræði og stafsetningu yfir nokkrum köldum. Æsispennandi.