Harmsögur ævi minnar

6.5.06

Skemmtilegt í gær, kvissið stuð og allir fengu bol og bjór. Sungum hástöfum fullt af góðri mússík fyrir utan Grandið. Það fékk einhver kona lánaðan símann minn af því hún þurfti nauðsynlega að ná í einhvern what's-his-face á Langabar. Þegar hún skilaði honum sagði hún: "Hérna. Þú ert að verða inneignarlaus". Hún sagði sko ekki einu sinni takk.

Fór í þrítugsafmæli hjá einhverjum sem ég þekkti ekki. Fór svo í matarboð hjá Þjóðverjanum með Snorra. Það var skrýtið, við sátum blindfull og horfðum á þau borða og reyndum að líta ekki út fyrir að vera svona full. Það var asnalegt. Fórum aftur í afmælið með einn matargestinn með okkur. Drukkum aðeins meira. Svo drap ég símann minn með köldu blóði, blessuð sé minning hans. En Sindri lánaði mér annan síma svo ég er a.m.k. ínáanleg. En auðvitað fokking inneignarlaus þökk sé einhverjum ósvífnum kvenmaur.

Dagurinn í dag var svo bara snilld dauðans. Glókollur og bróðir hans drógu mig á lögguuppboð. Sölvi átti að kaupa hjól en keypti af einhverjum ástæðum huge-ass magnara. Það var skemmtilegt. Mig langaði ógeðslega að bjóða í keðjusög og hokkýgrímu. En að hika er sama og tapa. Svo keyptum við okkur pizzu og ís og lufsuðumst í bænum. Og svo Nings og sjónvarpið með Glókollinum mínum. Algjör sæla.