Harmsögur ævi minnar

2.5.06

Það er nokkuð ljóst að róstbíflangloka, lítri af kóki, stórt tromp og poki af súkkulaðirúsínum er aðeins of mikið í minn mallakút svona síðla kvölds. Malli er samt í ágætis þjálfun og kvartar ekki mikið eða oft þrátt fyrir ítrekaðar misþyrmingar. Helst að hann geri uppreisn þegar um harkalega neyslu áfengis hefur verið að ræða kvöldinu áður. En núna er hann aðeins að kvarta yfir óhollustunni.

Ætli maður þurfi ekki að taka upp heilbrigðara mataræði bráðlega. Að sjálfsögðu ekki meðan ég er í prófum, það segir sig nú sjálft. Seinna. Djöfull er remúlaði samt ógeðslega gott.