Harmsögur ævi minnar

2.5.06

Fyrsta prófið búið. Það gekk nú ekkert hörmulega meðan á því stóð fannst mér. Það fóru svo að renna á mig tvær grímur þegar ég komst að því eftir prófið að fólk var að skrifa svona, tjah þrjár til sex blaðsíður við hverja spurningu, meðan ég var með eina og hálfa við þær allar.

Það eru þá tveir möguleikar í þessu. 1) að ég hafi komið mér að kjarna málsins í styttra máli en hinir og án óþarfa blaðurs. 2) Eða þá að ég hafi hreinlega ekki skrifað nógu mikið, það vanti fullt í svörin hjá mér og ég hafi þ.a.l. klúðrað prófinu algjörlega. Sem væri náttúrulega ekkert skrýtið miðað við undirbúningsleysi og almennan skort á metnaði í lífinu. Og djööööfull sem ég er ekki að nenna að læra fyrir næsta próf, bókmenntagreiningu, eða kúrs djöfuls og dauða eins og hann er betur þekktur. Shoot me now.