Harmsögur ævi minnar

27.4.06

Maður hefur miklu minna að blogga um þegar maður býr einn. Ég get ekki beðið eftir því að fá meðleigjendur aftur næsta vetur... þá fá nú einhverjir hiksta er ég hrædd um. Svo bloggar maður miklu betur þegar maður er beiskur. Fyrrverandi tilvonandi eiginmaður minn sagði einmitt við mig um daginn að ég væri dauð úr öllum æðum og alveg hætt að pirra mig yfir nokkrum sköpuðum hlut.

Og það er laukrétt, ég er búin að vera furðu andlega stabíl það sem af er árs. Fólk fer almennt ekkert í taugarnar á mér lengur og ég tralla bara í gegnum lífið með bros á vör. Ömurlegt, öööömurlegt. Nú gæti samt eitthvað farið að gerast þar sem ég er hætt að sjá út fyrir skítahrúgunni sem ég er í út af skólanum og taugaáfall örugglega á næsta leyti.

Og ég er ekkert búin með þessa ritgerð sem ég ætlaði að skrifa í dag... en tjah. Það pirrar mig ekkert svo. Ég er mjög ósátt við nýju Deezu.