Ég opnaði g-meilið mitt áðan sem ég hef ekki gert í háa herrans tíð. Þar var allt fullt af skilaboðum enda er ég, að því er virðist, á póstlista hjá Baháíum í Hafnarfirði, en ekki bara þar heldur líka hjá einhverjum félagsskap hjá Kleppi.
Ég sendi um hæl póst á þessa aðila og benti þeim á að þeir væru örugglega með ranga Deezu á skrá. En hver veit, kannski er þetta vinsamleg ábending til mín að ofan. Ef ég fer að fá póst frá SÁÁ mun ég að minnsta kosti íhuga það alvarlega hvort þetta sé tilviljun.
<< Home