Harmsögur ævi minnar

24.4.06

Ég fann engin skæri í morgun. Æðri máttarvöld hafa tekið eftir bágu andlegu ástandi mínu og fjarlægt alla beitta hluti af heimilinu. Ég neyddist því til að naga gat á kaffipakkann sem ég þurfti að opna, en það reyndist lán í óláni því nú sit ég og bryð korg af miklum móð með rettuna í munnvikinu. Hvers vegna að eyða tíma í að hella uppá þegar maður getur étið beint úr pakkanum?

Svo hringdi gemsinn minn áðan... úr einhverju "private number". Ég svara aldrei leyninúmerum... og yfirleitt heldur ekki númerum sem eru ekki í símaskránni minni, bara svo það sé á hreinu. Það eru nokkrar ástæður fyrir því. Í fyrsta lagi getur vel verið að ég hafi látið einhverja gaura hafa númerið mitt blindfull á púbb, í öðru lagi gæti símtalið komið úr bankanum til að láta mig vita að ég sé ekki búin að borga vísareikninginn, eða komin yfir heimild eða einhvern andskotann, í þriðja lagi gæti einhver verið að reyna að pranga inn á mig aukalífeyrissparnaði eða bókaklúbbi eða öðru rusli.

Þannig að ef þú ert ekki í símaskránni minni, don't bother. Sendu bara sms. Don't call us - we'll call you.