Harmsögur ævi minnar

21.4.06

Ég fór til læknis áðan og þurfti að punga út tæpum tólfþúsundkalli, hnuff. Sem er akkúrat verðið á fallegustu skóm í heimi sem ég sá í gær en tímdi ekki að kaupa. Hefði betur gert það. Mér hefur ekki verið svona illt í rassinum síðan ég og Krilla skiptum um dekk á gamlárskvöld. Held samt að hún hafi verið sárari, en það var a.m.k. drulluvont. Það er nú allt í lagi að bjóða upp á vaselín á biðstofunni ef það á að fara svona með mann.