Harmsögur ævi minnar

28.4.06

Kláraði litlu ritgerðina. Hún gæti hugsanlega verið það ömurlegasta sem ég hef á ævi minni skrifað, ef frá er skilin þessi viðbjóðslega BA ritgerð mín sem er víst tilbúin til lokaskila. En bara ef ég laga heimildirnar segir ...ahm leiðbeinandakonan. Getur einhver fróðari MLA manneskja en ég staðfest að maður setur ekki númer á heimildum inn í ritgerðina samkvæmt því kerfi? Er það ekki bara eftirnafn og blaðsíðutal í sviga? Og heimildaskráin í stafrófsröð og engin helvítis númer? Ég get ekki séð betur í handbókinni. Piff, skÍtalir, hvað vita þeir svosem?

Svo tvö síðustu prófin mín í háskólanum í næstu viku, og þá verð ég að drulla mér í enskuBA-ið og rumpa því af á tveimur vikum. Að því gefnu að ég fái frest fyrir kvikindið. Ég ætla reyndar á afmælispöbbkviss á grandinu á föstudaginn og fá mér fullt af bjór. Og tekíla. Note to self: ekki háir hælar. Djöfull er ég í ógeðslega djúpum skít. Og djöfull er One Tree Hill ógeðslega vangefinn þáttur. Hver horfir á svona drullu annar en ég?

Já og skemmtilegt maður... ég ældi um daginn þegar ég var úti að hlaupa. Bara oggupons. Ég er svo mikill nagli að ég hrækti því bara og hélt áfram að hlaupa. Hins vegar eru þessar gríðarlegu reykingar ekki að gera góða hluti fyrir úthaldið hjá mér, það er alveg ljóst.