Harmsögur ævi minnar

8.5.06

Ég þarf víst ekki lengur að velta því fyrir mér hvað ég ætla að kjósa. Ég virðist hafa gert upp hug minn á föstudagskvöldið. Ég er a.m.k. með VG barmmerki í gallajakkanum mínum sem ég man ekkert hvernig mér áskotnaðist. Ætli ég hafi skráð mig í flokkinn? Eða ætli ég sé kannski bara í framboði? Helvítis brennivín.