Harmsögur ævi minnar

11.5.06

Noh, ég er búin að borða pizzu í hvert mál síðan í hádegismat í gær og ég lít út eins og ég sé komin sjö mánuði á leið. Ég vissi alveg að þetta væri ekkert megrunarfæði en fyrr má nú rota en dauðrota. Ef ég hefði efni á þessu að staðaldri þá næði ég pottþétt þriggja stafa tölu fyrir útskrift. En ég var nú eiginlega hætt við það.