Harmsögur ævi minnar

11.5.06

Glæsilegt! Búin að fylla út næstum allar orðatöflurnar. Næst á dagskrá er að reikna út tölfræði tökuorðanna í textunum mínum. Það er stuð og ætti ekki að verða neitt vandamál fyrir mig því ég er sjúklega góð í stærðfræði. Hefði líklegast orðið eðlisfræðingur ef faðir minn hefði ekki kæft það í fæðingu með því að hreyta í mig að fjölskyldan okkar hefði aldrei getað neitt í raunvísindum og ég ætti bara að láta það eiga sig. Þannig að í staðinn fyrir að finna upp eilífðarvél eða eitthvað álíka kúl verð ég enskukennari með fimmkall á mánuði í laun. Thanks dad.