Harmsögur ævi minnar

11.5.06

Ó NEEEEEEEEEI það er ógeðslega stór hunangsfluga í glugganum. Ég heyrði í henni þremur tímum áður en hún kom inn en ég hélt að það væri þyrla að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Nú hangir kvikindið í hansagardínunni og smyr sig með eitri áður en hún ræðst á mig og drepur mig. En fyrst verpir hún eggjum í rúmið mitt. Í alvöru, hún er að gera eitthvað viðbjóðslegt, öll að hlykkjast til og frá og snyrta sig... æi hrollur. Hringdi í fyrrverandi tilvonandi eiginmann minn en hann þóttist vera að vinna og gat ekki bjargað mér. Hann sagði mér líka að hætta þessum aumingjaskap og að hunangsflugur væru ekkert hættulegar. Það er bölvuð lygi. Glókollur var miklu samúðarfyllri og er í þessum töluðu orðum á leiðinni til mín að bjarga lífi mínu. Eins gott, ég er alveg að fá hjartaáfall.