Herregud! Heyrði þvílíkar drunur... var þá ekki komin önnur hlussa sem ætlaði að troða sér inn! Hún var alltof lengi að reyna að koma sér inn um gluggann (því hún var svo stór) þannig að ég náði að loka honum á nefið á henni. Nei nei, heyri ég þá ekki ískur og sé hvar helvítið er að baksa við að opna svalahurðina! Ég læsti alveg um leið auðvitað en skepnan gaf sig ekki og hjakkaðist á húninum í tjah, talsverða stund. Maður missir reyndar svolítið tímaskynið þegar svona hörmungaratburðir gerast, en það var a.m.k. mínúta. Hún gafst svo upp en kvöldið er ónýtt hjá mér. Kófsveitt úr stressi og að kafna úr reykingastybbu því ég þori ekki að opna út. Næsta padda sem kemur inn til mín verður skotin í hnakkann með riffli, ég bara þoli þetta ekki lengur.
11.5.06
Gotterí
Dlisted
Dúnja
Geimveran Tjess
Gott grín grín
Guðrún
Helga Þórey
PalliH
Sigurbjörn
Snilldur
STFU, Parents
Tinna Blaha
TinnaDK
Vegið úr launsátri
Fyrri færslur
- Noh, ég er búin að borða pizzu í hvert mál síðan í...
- Glæsilegt! Búin að fylla út næstum allar orðatöflu...
- Ó NEEEEEEEEEI það er ógeðslega stór hunangsfluga í...
- Domino's frá mömmu í hádeginu og pizza hjá Guffa í...
- Eins og mér var orðið drullusama um ítalskan viðte...
- Geeeeisp, hvað ég er orðin þreytt á tölvuskjánum. ...
- Ég er eiginlega að verða afskaplega stressuð yfir ...
- Ég þarf víst ekki lengur að velta því fyrir mér hv...
- Þegar ég var lítil átti ég beibídúkku svokallaða e...
- Ég er að spá í að fara upp á bókhlöðu á eftir til ...
<< Home