Harmsögur ævi minnar

11.5.06

Herregud! Heyrði þvílíkar drunur... var þá ekki komin önnur hlussa sem ætlaði að troða sér inn! Hún var alltof lengi að reyna að koma sér inn um gluggann (því hún var svo stór) þannig að ég náði að loka honum á nefið á henni. Nei nei, heyri ég þá ekki ískur og sé hvar helvítið er að baksa við að opna svalahurðina! Ég læsti alveg um leið auðvitað en skepnan gaf sig ekki og hjakkaðist á húninum í tjah, talsverða stund. Maður missir reyndar svolítið tímaskynið þegar svona hörmungaratburðir gerast, en það var a.m.k. mínúta. Hún gafst svo upp en kvöldið er ónýtt hjá mér. Kófsveitt úr stressi og að kafna úr reykingastybbu því ég þori ekki að opna út. Næsta padda sem kemur inn til mín verður skotin í hnakkann með riffli, ég bara þoli þetta ekki lengur.