Harmsögur ævi minnar

21.5.06

Jæja öppdeit. Fór á gistiheimilið og náði í veskið með seðlaveskinu og lyklunum. Get ekki betur séð en að það sé allt í seðlaveskinu nema peningurinn. Fokkitt. Fór svo á Kaffibarinn og þar var síminn, ásamt skónum og snyrtibuddunni. Vá hvað ég varð glöð. Það var nú reyndar búið að stela einhverju úr snyrtibuddunni (þ.á.m. rauða fallega varalitnum) en líka fokkitt þar. Ég er semsagt minna fúl, en samt ennþá yfir mig hneyksluð að fólki detti svona nokkuð í hug. Alveg orðlaus bara. Er samt auðvitað þakklát fólkinu sem fann dótið mitt víðsvegar um miðbæinn og kom því á örugga staði. Það eru greinilega ekki bara fífl þarna úti. Ég ætla að fá mér mittisveski fyrir næsta djamm. Ef ég fer þá á djammið aftur, ég er ekkert viss um það. Andskotans.