Bööhöö, er búin að sitja og stara á tölvuskjáinn síðan snemma í morgun. Ég er alveg andlaus. Ætli ég sé ekki bara búin að eyðileggja á mér heilann. Það var nú kominn tími til... og merkilegt í rauninni hvað þetta grey entist.
Fékk áðan fyrsta uppkast til baka frá enskuleiðbeinanda. Hann var nú bara ánægður með það sem komið var. Við eina setningu skrifaði hann samt: "ugh! rewrite!". Það fannst mér mjög fyndið. Maðurinn er algjör snillingur.
<< Home