Harmsögur ævi minnar

25.5.06

Díses, ég reyki alltof mikið, drekk alltof mikið, borða viðbjóðslegan mat og stunda bara alltof subbulegt líferni yfir höfuð. Ég verð að fara að taka mig á ef ég ætla að lifa til þrítugs.

Sá annars fallegasta karlmann sem ég hef á ævi minni séð á 11 í gær. Það var vangefið hvað hann var flottur. Í fyrsta skipti í langan tíma þurfti ég að viðurkenna fyrir sjálfri mér að ég myndi ekki eiga séns í þennan gaur in a million years. En ég ætla að elta hann uppi um helgina. Fyrr eða seinna verður hann of fullur til að vita hvað hann er að gera og getiði hver verður þá tilbúin að skerast í leikinn og koma honum heim (til mín)? Ó já, herra fullkominn, be afraid, be very afraid.