Harmsögur ævi minnar

16.10.06

Ég þakka þeim kærlega sem vilja fá mig heim, mér þykir afskaplega vænt um það. Svona ykkur að segja þá myndi ég miklu frekar vilja vera heima. Ekki það að mér leiðist, í gær eyddi ég t.d. öllu kvöldinu í það að liggja á bakinu og reyna að krækja hnjánum utan um hálsinn á mér. Ég var bara alveg uppiskroppa með hugmyndir og vildi hvorki fara út úr húsi né læra (maður lærir ekki á sunnudegi!).

Núna er ég að berjast við það að lesa, en 4 mánaða sumarfrí frá lærdómi er heldur mikið virðist vera, því ég á í mestu erfiðleikum með að halda einbeitingu og tek kaffipásu á kortérs fresti.

Svo fékk ég frábæra hugmynd eftir komment Bjórmálaráðherra... Häagen-Dazs með beikonbragði!!! Hvað gæti verið betra??!!!