Harmsögur ævi minnar

19.9.06

Já ekki er nú gaman að vera heimilislaus aumingi skal ég segja ykkur. Draslið mitt er allt í pokum, og eyði ég nú dögunum vafrandi um skuggaleg stræti miðborgarinnar með bjórdós í hönd.

Ég fékk inni hjá móður minni í dag og hékk þar glápandi á sjónvarpið. Horfði meðal annars á viðbjóðslegan eróbikkþátt á stöð 2. Af hverju er eróbikkfólk alltaf að segja "vúhúú" og "íhaaah". Sennilega á það að virka hvetjandi. Það hvatti mig a.m.k. til að henda súkkulaðikassanum í sjónvarpið.

Annars var helgin fín og allt svosem í góðu. Það er æði að vera í bústað. Uppáhalds samtalið mitt var eftirfarandi: A: "Sjitt, ég ældi", B: "Vá, ég líka", C: "Hey, ég ældi líka. Eða sko, bara uppí mig. Ég kyngdi því svo aftur". Klassalið.