Harmsögur ævi minnar

28.8.06

Herregud! Er sumarið bara alveg að verða búið? Ég er svo aldeilis hlessa. Vinna og starfsmannapartý um næstu helgi, svo afmælispartýið hans Glóa (og mitt örugglega líka) í bústað helgina 15-17, en réttirnar eru auðvitað sömu helgi. Ég hætti í vinnunni 15. og verð einmitt að skila af mér holunni sama dag. Úff. Hvaða bull er þetta, og hver ætlar að hýsa mig þangað til ég fer út?