Harmsögur ævi minnar

11.8.06

Ég var að tala við fyrrverandi í síma áðan. Hann sagði að ég hljómaði ennþá eins og gamall róni eftir verzlunarmannahelgina. Honum fannst það subbulegt; mér finnst það hins vegar bara mjög sexý. Það er ekkert svalara en að vera með góða viskýrödd. Svo finnst mér alveg nauðsynlegt að maður láti aðeins á sjá eftir almennilegt sukk. Svona battlescars sko. Ég er t.d. ennþá með gríðarlega töff ör á sköflungnum eftir að ég datt ofan í kjallaragluggann um hvítasunnuhelgina. Smart smart.