Harmsögur ævi minnar

9.8.06

Hólímólí hvað þetta er skuggalega þreyttur dagur. Ég sé fram á það að vikan fari í það að jafna sig eftir ósköp helgarinnar. Og ég á ennþá eftir að taka uppúr töskunum og þvo hundrað þvottavélar og setja allt á sinn stað. Meeen hvað næsta helgi verður róleg... vídeó í mesta lagi. Ég mun drepa hvern þann með sveðju sem dregur mig í eitthvað rugl. Það má bara alls ekki.

Og eitt atriði til ykkar hringingaóða fólks (aðallega foreldrar mínir): Ef ég er ekki búin að svara í símann eftir 57 bíííb, þá er ég ekkert að fara að svara og lítið þýðir að láta hringja út í hið óendanlega. Það er þá spurning um að senda bara sms og biðja mig um að bjalla þegar færi gefst. Takk fyrir.