Harmsögur ævi minnar

24.7.06

Það er svo yndislegt að hugsa til allra hlutanna sem ég ætlaði að gera í sumar en er einmitt ekki búin að gera. Ég er t.d. ekki búin að labba á Esjuna, ekki búin að hreyfa mig rass, hvorki búin að fara í útilegu né bústað, ekki búin að opna bók... og ég sem hlakkaði svo til að lesa allar bækurnar sem ég átti eftir að lesa en gat ekki því ég var alltaf á kafi í skólabókum í vetur. Ég er heldur ekki búin að taka til í geymslunni og fataskápnum, ekki búin að þvo gluggana og ekki búin að ganga alveg frá skólamálum fyrir næsta vetur. Sumarið líður náttúrulega bara alltof hratt. Ég er líka alveg meðvituð um það að ég geri aldrei allt sem ég ætla að gera (og fæst reyndar) þannig að þetta er ekkert svekkelsi. Þetta er búið að vera frábært sumar hvað sem öðru líður.