Harmsögur ævi minnar

14.7.06

Uss, okkur Glókollli er farið að förlast - við náðum ekki að verzla nærri því allt sem við ætluðum í gær og erum þó þaulvanir spreðarar. Það þurfti að henda okkur út úr Smáralindinni þegar búðirnar lokuðu, en þá var ég reyndar búin að slæda mér Indiana-Jones-style undir nokkur öryggishlið í adrenalínhræðslukasti yfir því að ná ekki að kaupa allt sem mig vantaði. Ég er búin að fjárfesta duglega síðustu daga en betur má ef duga skal. Það er t.d. ekki séns að ég fari út á laugardaginn nema ég finni mér nýja skó. Ég leitaði út um allt en fann engan veginn neitt sem mig langaði í. Það eru viðbjóðslegir skór á útsölu í mollunum, en ég á Laujarann eftir og ég skal finna eitthvað.