Harmsögur ævi minnar

16.6.06

Vá, takk fyrir allar uppástungurnar fyrir veisluna. Ég veit vart hvað skal velja.

Nenni samt ekki að væla yfir því þar sem ég er svo yfirgengilega heppin þessa dagana. Fyrst unnum við Glói pöbbkviss og svo vann ég massa rauðvínspott í vinnunni. Ég steingleymdi að kaupa mér víkingalottó en ég ætla pottþétt að kaupa mér laugardagslottó ef ske kynni að lukkan væri ennþá virk.

Annars er föstudagur sem er alltaf ljúft, vinnan mín er skemmtileg, það er skemmtilegt fólk þar, ég ætla út að borða í kvöld og á huggulegt pöbbarölt með góðu fólki. Endilega sem flestir að slást í hópinn.