Harmsögur ævi minnar

13.6.06

Ég hef ekki hlustað neitt sérstaklega mikið á Pink Floyd/Roger Waters, en tónleikarnir í gær voru magnaður andskoti.

Annars er það að frétta að ég er örmagna af vinnuálagi. Samt er ég bara að vinna níu til fimm. Ég er aumingi. Og ég er að velta fyrir mér hvað ég á að gera á útskriftardaginn. Bara opið hús frá 5-6 með bjór, rauðvíni og snarli eða hefðbundnara kvöldpartý? Hvað segið þið góða fólk, hvað viljið þið gera?

Annars er ég að verða ansi kvíðin fyrir þessari útskriftarathöfn. Hef þann leiða ávana að fá ægileg kvíðaköst út af öllum andskotanum og eru svona fjöldaathafnir ansi ofarlega á blaði. Ég man að þegar ég var krakki var ég alltaf með áhyggjur af öllum skólaskemmtunum og jólaböllum. Minn æðsti ótti á hverju ári var að vinna í einhverju inngöngumiðabingói og þurfa að fara upp á svið fyrir framan alla og ná í vinninginn. Einu sinni vann ég í bingói á KFUK samkomu og varð svo mikið um að það hrökk ofan í mig bingókúla. Samt fannst mér ekkert mál að taka þátt í skólaleikritum. Skitsó.

Nú, það sem gæti gerst á útskriftinni er aðallega tvennt. Ég gæti dottið fyrir framan alla á sviðinu á hælaskónum mínum. Hitt (og öllu verra) er að það hafi gleymst að setja mig á listann og þegar allir eru búnir að fá skírteinin sín stend ég ein eftir eins og hálfviti. Það væri svo ekki gott. Best að reyna að hugsa ekki um þetta.


Svo ætlaði ég að vera dugleg að fara út að hlaupa til þess að vera megafitt á athöfninni, en ég er alltaf svo þreytt að ég rétt meika að leggjast upp í sófa þegar ég kem heim og éta nammi og reykja.

Eníhú, endilega segið hvað þið viljið í sambandi við pahtee. Þið eruð að sjálfsögðu öll boðin.