Harmsögur ævi minnar

6.7.06

Ég læt neikvæð ummæli um ítalska landsliðið í kommentakerfinu hér að neðan sem vind um eyru þjóta. Úrslit leiksins sögðu allt sem segja þurfti og þið getið bara farið í rassgat.

Helvítis Frakkarnir mörðu það að komast í úrslit, og ó mæ hvað ég fer ekki út úr húsi framar ef þeir vinna.

Vantar pening. Skrýtið... það virðist ekki skipta neinu máli hvort ég er að vinna eða í skóla, ég á aldrei bót fyrir boruna á mér. Samt ætla ég að kíkja á útsölur á eftir. Mig laaaangar svo í eitthvað fallegt. Enda er ég að græða ef ég nota mastercardið því ég fæ sko ferðaávísun eftir veltu. Alltaf að spara maður, alltaf að spara.