Harmsögur ævi minnar

18.7.06

Andskotans djöfull, ég svaf mega yfir mig í morgun... aftur. Nýi glæsilegi síminn er greinilega með annað snús-system en gamli. Eða eitthvað svoleiðis. Vaknaði af værum blundi við það að yfirmaðurinn minn hringdi og spurði hvort ég ætlaði ekkert að mæta í vinnuna. Ég fékk algjört fokkíng áfall og rauk fram úr rúminu með þvílíkum flumbrugangi að ég sparkaði í eitthvað og tábraut mig alveg örugglega. Mætti svo á hlaupum, haltrandi, morgunmatar- og sturtulaus með skítugt hárið í tagli... oj oj oj. Algjör helvítis horror að sofa svona yfir sig. Má ekki.